Birkifræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sáningunni getur bein sáning verið auðveld leið til að koma birki í skóglaust land. En hvernig þekkir maður birkifræ og hvenær er það tilbúið svo það megi tína?
Í þessu myndbandi er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar farið er út að safna birkifræi.
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri þjóðskógasviðs hjá Skógræktinni, hefur mikla reynslu af birkirækt á rofnu landi, meðal annars úr stærsta birkiskóggræðsluverkefni á Íslandi, Hekluskógaverkefninu. Ráðleggingar hans eru gott vegarnesti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að útbreiða birkiskóglendi á ný á Íslandi.

@birkiskógur #birkifræ #skograektin