Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Mógilsá og einn fremsti sérfræðingur í asparræktun á Íslandi, hefur í áratugi rannsakað öspina og unnið að kynbótum hennar. Í Hrosshaga í Biskupstungum er rannsóknarreitur þar sem hann gerir tilraunir og rannsóknir á ösp. Í grófum dráttum má segja að verkefnið sé tvíþætt. Annars vegar er verið að kynbæta öspina til að þola betur asparryð og hins vegar að rækta upp hentuga klóna til timburframleiðslu. Í myndbandinu fer Halldór Sverrisson yfir helstu atriðin í þessu starfi.