Lagning skógarvega eða -slóða er mikilvægur hluti af skógræktarstarfinu. Góðar leiðir um skóginn gera kleift að hirða vel um hann og með vegagerðinni er líka lagður grunnur að skógarnytjum í fyllingu tímans. Víða er undirlag gróft, grjót og jafnvel rætur í jarðvegi. Með grjótmulningsvélum sem tengdar eru við dráttarvélar má mylja undirlagið og slík tæki gera vega- og slóðagerð í skógi mun auðveldari.

Í þessu myndbandi sést hvernig Sveinn Ingimarsson vélamaður lagfærir grýttan og ósléttan fjallveg með mulningsvélinni. Myndirnar eru teknar á Fljótsdalsheiði og sýna vel möguleika vélarinnar, möguleika sem einnig má nýta við vega- og slóðagerð í skógi.