Í landi Skarfaness í Landsveit, skammt frá Heklu og Búrfelli, er uppblásið svæði þar sem áður stóð vöxtulegur birkiskógur um þúsundir ára. Hart var sótt í skóginn eftir eldiviði og á endanum tóku eyðingaröflin völdin og landið breyttist í sandorpna auðn.
Í þessu myndbandi lýsa dr Dennis Riege og dr Aðalsteinn Sigurgeirsson tilraun sem lögð hefur verið út á svæðinu til að afla betri þekkingar á aðferðum við skóggræðslu á slíku landi. Fimm trjátegundir í mismunandi samsetningum eru notaðar auk lúpínu sem bindur nitur í jarðveginum. Skoðað er samspil þessara tegunda eftir því hverjar þeirra eru gróðursettar saman. Sömuleiðis eru skoðað hvernig ná megi sem mestri kolefnisbindingu með skógrækt á svona svæðum. Bráðabirgðaniðurstöður gefa vísbendingar um að tilraunin muni færa okkur betri vitneskju um hvernig ná megi góðum árangri við skógrækt á auðnum sem þessari.