Í lok september 2013, þegar hópur íslensks skógræktarfólks ók yfir Rogers Pass í jöklaþjóðgarðinum og síðan þegar komið var að Moraine Lake og Lake Louise í Banff-þjóðgarðinum í Klettafjöllum Alberta mætti hópnum afar kunnuglegt veður. Hiti var rétt ofan frostmarks, nýr snjór var í fjöllum og hann gekk á með lítilsháttar slydduéljum. Nákvæmlega eins og á norðlenskum heiðum á þessum árstíma.