Þegar land tekur að hækka í átt að Klettafjöllunum í suðurhluta Bresku-Kólumbíu verða skógarnir öllu gróskumeiri en á láglendi milli fjallgarða, enda öllu meiri úrkoma. Í jöklaþjóðgarðinum Glacier National Park, áður en komið er upp í hæstu fjöll, er að finna gróðurbelti þar sem degli, marþöll og risalífviður eru ríkjandi trjátegundir.