Hvítufjöll rísa upp úr eyðimörkinni austast í Kaliforníu norðan Dauðadals. Þar er þjóðskógurinn Inyo National Forest. Góðir vegir liggja um þjóðskóginn, einn þeirra upp á hæstu tinda fjallgarðsins í rúmlega 3.000 m hæð yfir sjávarmáli, þar sem er að finna einhverjar dýrmætustu skógargersemar í heiminum, broddfururnar eldgömlu.