Í vesturhlíðum Sierra Nevada í Kaliforníu eru miklir skógar, einhverjir þeir hávöxnustu í heimi eins og sagt hefur verið frá í fréttum hér á skogur.is. Skýrist sú gróska af nægum raka sem þéttist úr loftinu sem kemur af Kyrrahafi. Austan við hátinda fjallanna er mun þurrara og þar eru skógar strjálli, lágvaxnari og tegundafátækari. „Lágvaxnari“ er að vísu afstætt þar sem skógarnir í vesturhlíðunum eru víða um 80 m háir en í austurhlíðunum aðeins um 30 metrar.