Glæsilegt útsýni þrátt fyrir mikinn skóg

Yosemite-þjóðgarðurinn í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu er margrómaður og óþarfi að lýsa honum sérstaklega. Hann var þó formlega lokaður vegna vandræðagangs með fjárlög Bandaríkjanna þegar íslenskt skógarfólk var þar á ferð í byrjun október 2013. Hins vegar liggur þar þjóðvegur um sem ekki var hægt að loka og því var fullt af fólki í þjóðgarðinum.