Tegund sem mætti reyna betur hérlendis

„Þetta er nú stærsta fura sem ég hef séð!“ var sagt um furu eina í Sequoia-þjóðskóginum í sunnanverðu Sierra Nevada í Kaliforníu. Svo var gengið í kringum tréð, gónt upp í loftið og teknar myndir. Þessi upphrópun heyrðist a.m.k. tvisvar í viðbót þann sama dag og var réttmæt í bæði skiptin. Fyrstu tvö trén voru gulfura (Pinus ponderosa).