Sykurfura er ein þriggja náskyldra og nauðalíkra furutegunda í Norður-Ameríku, en hinar eru báðar kallaðar hvítfurur Pinus strobus og Pinus monticola. Allar eru þessar fimm nála furutegundir gríðarstór og myndarleg tré og mikilvæg timburtré. Á átjándu öld byggðist timburiðnaður á austurströnd Ameríku og í Bretlandi nánast eingöngu á austurstrandar hvítfurunni (Pinus strobus) sem einnig er kölluð Weymouth-fura og eru viðir margra breskra húsa enn úr þeirri furu. Sykurfura er þó þeirra stærst og reyndar stærsta furutegund í heimi.