Á landbúnaðarsýningu sem haldin var samhliða Handverkshátíðinni á Hrafnagili 4.-6. ágúst 2016 sýndi fyrirtækið Jötunn eiginleika lítils skógarvagns sem tengja má aftan í dráttarvél eða fjórhjól. Á krana vagnsins má setja viðarhaus, krabba og fleiri tæki. Hér sést hvernig viðarhausinn virkar og klippurnar á honum sem ráða við granna boli.