Tandrabretti ehf. hefur komið upp verksmiðju á Eskifirði þar sem framleiddar eru viðarperlur (viðarkögglar, „pellets“). Hráefnið er aðallega gömul vörubretti en færst hefur í aukana að nota einnig efni úr ungum lerkiskógum af Héraði. Stefnan er að færa íslensk ungtré enn frekar í not og auk þeirra hentar t.d. að nota í viðarperlur afskurð sem fellur til við framleiðslu girðingastaura. Perlurnar henta einkar vel undir húsdýr, sérstaklega hesta, og sömuleiðis sem orkugjafi s.s. við kyndingu húsa.