aprílmánuði 2020 var lerkireitur í Hallormsstaðaskógi gjörfelldur. Slík gjörfelling er ekki algeng enn sem komið er í íslensku skógunum en á eftir að verða algengari á komandi árum. Umræddur reitur á Hallormsstað var um 67 ára gamall. Verulega hafði dregið úr hæðarvexti í reitnum og þótt enn væri nokkur rúmmálsvöxtur var talið hagkvæmast að gjörfella reitinn og gróðursetja í hann á ný.

Eðli lerkis er að vaxa vel fram til 60-70 ára aldurs en þá virðist draga mjög úr vexti og til að afkoma skógarins verði sem mest er talið best að endurnýja hann á þeim aldri og setja í staðinn ný tré með nýjan vaxtarþrótt.Bolirnir voru sagaðir niður í 3,2 metra lengdir að óskum kaupandans. Í myndbandinu má fylgjast með öllu ferlinu, allt frá því að trén eru felld, þau dregin út úr skóginum og ekið á skógarvagni heim í stöð, þar til kaupandinn kemur á sérhönnuðum timburflutningabíl og sækir efnið.

Afganga og grannt efni úr svona gjörfellingu má nýta í kurlvinnslu eða til eldiviðargerðar til dæmis. Gott er líka að eitthvað liggi eftir í skóginum til að fóðra niðurbrotslífverur sem eru hluti af eðilegri hringrás í skóginum.

Myndbandið gerði Anna Jakobsdóttir í samvinnu við Þór Þorfinsson skógarvörð, Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð og starfsfólk þeirra á Hallormsstað.