Skógar eru gjöfulir á ótalmargan hátt. Ein gjöf skóganna er sætari en aðrar, hunangið sem framleiða má með býflugnarækt. Býflugurnar hjálpa til við frjóvgun trjáa og annarra plantna í skóginum og gera hann því blómlegri og vöxtulegri, auðga lífið í skóginum og sætast er auðvitað hunangið sem flugurnar gefa okkur.