Gunnfríðarstaðaskógur er í Austur-Húnavatnssýslu. Síðla vetrar 2017 grisjuðu eru þeir Johan Holst og Helgi Sigurðsson 25 ára gamlan lerkireit í Gunnfríðarstaðaskógi. Á trjánum sést að vöxtur er mjög góður en formið gæti verið betra. Slíkt er gjarnan einkenni fyrstu kynslóðar skógar á svæðum þar sem trjánum er hætt við ýmsum áföllum í uppvextinum. Þó er mesta furða hvað fæst af grisjunarviði úr skóginum og jafnvel flettingarhæfum bolum. Enn betra efni fæst úr skóginum í framtíðinni.