Myndband sem sýnir erfiðar aðstæður fyrir dráttarvél að athafna sig á grisjunarsvæði á Stálpastöðum í Skorradal. Engin útkeyrsluvél er til á Íslandi enn sem komið er og því er notast við dráttarvélar við útkeyrslu viðar úr skógunum. Einnig sést hvar verið er að dytta að grisjunarvél sem bilaði í skóginum og sagt er frá grisjun þessa 50 ára gamla sitkagreniskógar.