Janni frá Kesla-verksmiðjunum, einum viðurkanndasta framleiðanda skógarvéla í heiminum, og Ari bílstjóri tóku á móti hópnum á flugvellinum í Helsinki og fylgdu okkur allan tímann. Heimsóttir voru bændur og verktakar sem sýndu okkur þá möguleika sem dráttarvélar og skógartæki þeim tengd hafa. Tvær stórar verksmiðjur voru heimsóttar, Kesla og Valtra. Skoðað var skógarsafnið í Lusto, góður finnskur matur borðaður og endað síðasta kvöldið á íshokkíleik.