Stafafura er ekki ágeng tegund og auðvelt er að hafa hemil á sjálfsáningu hennar. Langtímarannsókn á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda bendir ekki til þess að íslenskri náttúru stafi hætta af stafafuru eða öðrum innfluttum trjátegundum. Stafafura er hins vegar mjög góð tegund til að græða upp land og í ljós kemur að birki og stafafura þrífast vel saman.

Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna í langtímarannsókn sem hlaut styrk frá National Geographic stofnuninni í Bandaríkjunum árið 2015. Henni stýrir bandaríski vistfræðingurinn Dennis Riege og síðasta sumar var hann hér við skógmælingar fimm árum eftir að rannsóknin hófst ásamt Christine M. Palmer, dósent við Castleton-háskólann og doktor í líffræði. Hún nýtur Fulbright-styrks til rannsókna á trjávexti á Íslandi. Dennis Riege er prófessor við Maryland-háskóla í Bandaríkjunum.

Sjá meira