Prófanir Skógræktarinnar og fjarkönnunarfyrirtækisins Svarma á notkun dróna með LiDAR-tækni til skógmælinga lofa mjög góðu. Ljóst er að tæknin getur nýst mjög vel við að meta lífmassa í skógi og þar með kolefnisbindingu. Gögnin sem mælingarnar gefa sýna til dæmis hæð einstakra trjáa í skóginum með nokkurra sentímetra nákvæmni. Frá þessu er sagt í þessu myndbandi Skógræktarinnar.