Þegar gengið var um sænsku skógtæknisýninguna Elmia Wood í júní 2022 var úr mörgum sýningarsvæðum að velja. Í þessu myndbandi er valið svo til handahófskennt en þó með það að markmiði að velja út áhugavert efni sem nýst gæti skógargeiranum á Íslandi sem best, efni á borð við plönturækt, grisjun, viðarvinnslu og eftirlit skóga. Svo margt var til sýnis á Elmia Wood að erfitt er að gera því skil svo öllum sé gert til hæfis. Því er sterklega mælt með að hver og einn áhugamaður fari á sýninguna, sem haldin er á fjögurra ára fresti og leiti sér efnis sem hentar hverjum og einum.
Myndbandið er á ensku og örlítið á sænsku.