Landssamtök skógareigenda (LSE) eru regnhlífarsamtök sem sameina skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök. Tilgangur samtakanna er að byggja upp atvinnugreinina skógrækt, skógarbændum til hagsbóta og að vera málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum. LSE eru samtök fimm aðildarfélaga, Félags skógareigenda á Suðurlandi, Félags skógarbænda á Vesturlandi, Félags skógarbænda á Vestfjörðum, Félags skógarbænda á Norðurlandi og Félags skógarbænda á Austurlandi.