Ísland hefur ekki alltaf verið skóglaust land. Enn vinna eyðingaröflin á landinu en á móti kemur að einnig er unnið að landbótum, meðal annars með skógrækt. Mikilvægt að efniviðurinn til skógræktar sé sem bestur. Skógræktin vinnur að kynbótum til að útvega megi æ betri efnivið þeirra trjátegunda sem mest eru ræktaðar á Íslandi.