EUFORGEN, Evrópusamstarf um erfðaauðlindir skóga, gerði árið 2017 myndband um skógræktarstarf á Íslandi og hvernig Íslendingar hafa beitt skógrækt í baráttunni fyrir því að klæða landið á ný öflugum gróðri, meðal annars með því að leita stöðugt að erfðafræðilega best aðlagaða efniviðnum í þeim trjátegundum sem notast er við.