Drög að áhættumati fyrir Skógarkolefnisverkefni
Úlfur Óskarsson og Gunnlaugur Guðjónsson, Skógræktinni

Áhættumat er eitt af grunnatriðunum í gæðakerfi Skógarkolefnis. Tilgangurinn er að greina mögulega áhættuþætti verkefnisins og þróa mótvægisaðgerðir til að lágmarka áföll. Þau atriði sem snúa að umhverfi skógarplantna á skógræktarsvæðinu eru metin af skógræktarráðgjöfum, en síðan vinnur verkefnastjórn ítarlegra mat sem tekur til umhverfisþátta, efnahagslegra, lagalegra og samfélagslegra þátta, sem er yfirfarið af vottunarstofu. Í erindinu er gefið yfirlit yfir þá þætti sem þyrfti að taka inn í matið og hvernig mætti greina þá. Lagt er til að nýta áhættugreiningu HACCP sem hefur lengi verið notuð í margs konar starfsemi, m.a. matvælaiðnaði. Betri greining áhættu og bætt þekking ætti að geta skilað betra mati á kostnaði fjárfesta og mögulegum arði í nýskógrækt.

Nánar