Skógarfólkið: Verkefni byggt á hagnýtri mannfræði um skógræktarfélögin á Íslandi
Elisabeth Bernard, Skógræktarfélagi Íslands

Hvaða máli skiptir menningarmannfræði fyrir skógræktargeirann? Þessi umfjöllun gerir grein fyrir þeim verkfærum sem mannfræðileg nálgun býður upp á til að fást við þau samfélagslegu mál sem skógræktarsamfélagið stendur frammi fyrir í dag og hvers vegna Skógræktarfélag Íslands hefur nýtt þessa nálgun frá 2020. Árið 2020 var gerð rannsókn á landsvísu þar sem þjóðfræðilegum aðferðum við gagnasöfnun var beitt til að meta heilbrigði tengslanets skógræktarfélaganna. Gefin var út ítarleg skýrsla í byrjun árs 2021, þar sem meðal annars var farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar og tillögur frá félagsmönnum varðandi þær áskoranir sem upp hafa komið. Á grundvelli niðurstaðnanna var unnið tilraunaverkefni í mannfræði er heitir Skógarfólkið og hefur það verið í gangi frá árinu 2021, þar sem m.a. eru tekin fyrir atriði eins og hækkandi meðalaldur innan tengslanetsins, óskir um aukin samskipti við félagsfólk og skort á þátttöku á sumum stöðum. Í erindinu verða niðurstöður verkefnisins kynntar, í samhengi við niðurstöður rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin sem hluti meistaraverkefnis höfundar i menningarmannfræði, sem lokið var í nóvember 2021. Erindið verður flutt á ensku, en glærur verða á íslensku.

Sjá nánar: https://www.skogur.is/is/rannsoknir/throunarverkefni/radstefnur-og-fundir/fagradstefna-skograektar-2023