Bruninn í Heiðmörk 4. maí 2021
Auður Kjartansdóttir, Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Fjórða maí 2021 varð stærsti skógarbruni á Íslandi í Heiðmörk. Þetta var innan við ári frá því að Auður Kjartansdóttir hóf störf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem framkvæmdarstjóri. Auður hafði áður unnið við snjóflóðanáttúruvá á Veðurstofu Íslands í 15 ár. Þar innleiddi hún meðal annars snjóflóðaspákerfi evrópsku snjóflóðaviðvörunarsamtakanna EAWS (European Avalanche Warninig Services) sem er samræmt kerfi um hvernig ber að vara við snjóflóðahættu. Auður veltir upp í þessum fyrirlestri hvort hægt sé að spá fyrir um gróðureldahættu og hvernig unnt sé að samræma leiðir til þess að meta hættu á gróður- og skógareldum. Einnig ræðir hún hvernig megi yfirfæra reynslu frá einni náttúrvá yfir á aðra, ásamt því hvaða lærdóm megi draga af brunanum í Heiðmörk vorið 2021.

Nánar