Magn kolefnis í jarðvegi og botngróðri í íslenskum birkiskógum
Helena Marta Stefánsdóttir, Arnór Snorrason og Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir, Skógræktinni

Skógar binda kolefni í trjám en einnig er kolefni í jarðvegi og í botngróðri. Mælingar á skógum Íslands með reglubundnum hætti hófust árið 2005 með verkefninu Íslensk skógarúttekt. Þar hafa verið framkvæmdar mælingar og sýnatökur á yfir þúsund mæliflötum. Hluti af þeim er innan íslenskra birkiskóga og hafa sömu mælifletirnir verið heimsóttir með 10 ára millibili. Niðurstöður úr kolefnismælingum jarðvegs og botngróðurs á 168 sýnatökustöðum gefur til kynna meðaltals aukningu kolefnis í jarðvegi annars vegar og í botngróðri hins vegar. Breytileiki á magni jarðvegskolefnis er mikill á milli sýna.

Nánar