Fagráðstefna skógræktar 2019 var haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Lofts­lagsmál voru meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan var nú haldin í samstarfi Skóg­ræktarinnar, Land­græðslunnar, Lands­sam­taka skógareigenda, Land­búnaðarháskóla Íslands, Skóg­ræktar­fé­lags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi hélt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfir­skriftinni voru uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Í þessu myndbandi er farið hratt yfir sögu og við fáum hugmynd um innihald ráðstefnunnar með því að sjá nokkrar sekúndur af flestum fyrirlestrum sem fluttir voru á þessari tveggja daga ráðtefnu. Efninu er þjappað saman í einn fjögura mínútna pakka.