Skógarvörðurinn á Vöglum í Fnjóskadal, Rúnar Ísleifsson, gerir ráð fyrir því að hægt verði að nýta viðinn af stórum hluta þeirra furutrjáa sem brotnuðu í snjóflóði í Þórðarstaðaskógi í vetur. Mest skemmdist af stafafuru en einnig nokkuð af rauðgreni, blágreni og birki. Myndbandið var tekið 13. júní 2014 þegar farið var í skoðunarferð um svæðið.