Hlynur Gauti Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður Skógræktarinnar, var á staðnum þegar nýja bálskýlið í Laugarvatnsskógi var vígt á fullveldishátíð sem haldin var í skóginum laugardaginn 12. maí. Bálskýlið þykir hafa heppnast mjög vel og væntanlega verða sambærilegar byggingar reistar úr íslensku timbri í fleiri skógum á næstu misserum, til dæmis í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi.