Á Þingvöllum er víðáttumikið birkikjarr en einnig nokkrir gróðursettir skógarlundir. Frægastur þeirra er Furulundurinn í Almannagjá. Þar var fyrst gróðursett 1899 og er Furulundurinn því einn fyrsti ræktaði skógurinn á Íslandi. Aðra lundi á Þingvöllum ræktuðu ýmsir hópar af margvíslegu tilefni. Þar má nefna Norðmannareiti og reiti Vestur-Íslendinga sem eru gjafir til íslensku þjóðarinnar. Skógræktin hefur umsjón með skógunum á Þingvöllum.

Þingvellir eru í Þingvallaþjóðgarði norðan við Þingvallavatn, á bökkum Öxarár sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn. Svæðið er vel merkt og aðgengilegt.

Birkiskógur og birkikjarrr er einkennandi fyrir Þingvallasvæðið en alls hafa verið greindar 172 tegundir háplantna á svæðinu.

Furulundurinn í Almannagjá er fyrsta árangursríka skógræktartilraun á Íslandi (1899). Árið 1999 var fagnað 100 ára afmæli Furulundarins og upphafi skipulagðrar skógræktar á Íslandi. Að því tilefni var samþykkt samstarfsyfirlýsing milli Þingvallanefndar og Skógræktarinnar um eftirlit og umhirðu skóglendis innan þjóðgarðins.