Fyrir skömmu var haldið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ)  / Grænni skóga II, viðarnytjanámskeið þar sem þátttakendur kynntu sér ýmsar gerðir af íslenskum viðarnytjum.

Námskeiðið hófst í gömlu Húsasmiðjunni við Skútuvog þar sem stórviðarsög Háreka var við vinnslu á íslenskum bolvið sem breytti honum í kantskorin borð.

Því næst var farið í grenndarskóg Ártúnsskóla þar sem Jón Hákon Bjarnason tók á móti hópnum og útskýrði gerð nytjaáætlana fyrir skólastarf í grenndarskógum. Þeirri kynningu var fylgt eftir á LBHÍ á Keldnaholti þar sem Jón kynnti starfsemi LÍS- í skólastarfi. En LÍS stendur fyrir Lesið í skóginn.

Næsti dagur hófst í Þjórsárdalsskógi þar sem Jóhannes Sigurðarson kynnti grisjun, flettingu og viðarkurlun. Þaðan var farið til Guðmundar Magnússonar á Flúðum og skífuframleiðsla hans skoðuð. Dagurinn endaði á Snæfoksstöðum þar sem þátttakendur lærðu undir stjórn Ólafs G.E. Sæmundsen að setja saman skógarhúsgögn með einföldum hætti og hver þátttakandi fór að lokum heim með sinn skógarkoll eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem Björgin Eggertsson tók.

 

vidarnytjar-II-12_13-nov-2010-BE-002

vidarnytjar-II-12_13-nov-2010-BE-097

vidarnytjar-II-12_13-nov-2010-BE-169

vidarnytjar-II-12_13-nov-2010-BE-199

Texti: Ólafur Oddsson, Skógrækt Ríkisins