(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Styrkur vegna uppsetningar á veftækum "verkefnabanka" LÍS.

Margrét Lára Eðvarðsdóttir, kennari við Krikaskóla í Mosfellsbæ og Ása Erlingsdóttir, kennari við Varmalandsskóla Borgarfjarðar, Varmalandi, fengu á dögunum styrk frá Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins til að skipuleggja og setja upp verkefnabanka Lesið í skóginn verkefnisins. Verkefnabankinn verður hýstur á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is, þar sem kennarar og aðrir sem hafa áhuga á skógarfræðslu geta nálgast margs konar verkefni.

Margrét og Ása eru ekki ókunnugar verkefninu því í lokaverkefni sínu í kennaranámi skipulögðu þær verkefnablöð fyrir skógartengt útinám miðað við námskrá, aldursstig og nokkur fög með samþættingu. Auk þess hafa þær kennt á svokölluðum „Cornell" námskeiðum víða um land þar sem kenndar eru aðferðir við að nota leiki sem kveikju að verkefnum í útinámi. Þær hafa báðar kennt skógartengt útinám eftir að þær útskrifuðust frá Háskóla Íslands og því komnar með reynslu sem nýtast mun vel við uppsetningu á verkefnabankanum. Til viðbótar eru þær svo báðar menntaðir garðyrkjufræðingar.

Skógrækt ríkisins óskar Ásu og Margréti til hamingju með styrkinn og hlakkar til að sjá afrakstur vinnu þeirra.


Mynd og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins