Mynd: Ólafur Oddsson
Mynd: Ólafur Oddsson

Starfsfólk Waldorfskólans Sólstafir sótti tveggja daga námskeið í grænum skógarnytjum í síðustu viku. Þar þjálfuðu þeir sig í að vinna með ferskt garða- og skógarefni sem nýta má í skólastarfi og hægt er að nálgast í nærumhverfi skólanna. Unnið var með grannt greinaefni og því breytt í alls konar verkefni sem auðvelt er að nýta í vinnu með nemendum á öllum skólastigum.

Markmið skólanna er að nýta sem allra best það hráefni sem finnst í nærumhverfinu og tengja það fræðslu um náttúru og jákvæða umgengni við hana. Skólarnir hyggjast sækja um aðgang að grenndarskógi eða grenndargörðum sem nýst geta í þessum tilgangi. Námskeiðið var byrjun á samstarfi skólanna við verkefnið Lesið í skóginn sem tengir saman umhverfissvið og menntasvið í þessum tilgangi. Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn.

frett_07092010_3


















Texti og myndir: ÓIafur Oddsson