Jólatrjáasala fer fram í Selskógi í Skorradal næstkomandi helgi (18-19 desember)  kl 11.00-16.00. Ekki er tekið við greiðslukortum. Nánari upplýsingar hjá skógarverði í síma: 893-3229. Selskógur er spilda úr landi Indriðastaða, sunnan við Skorradalsvatn.

Jólatrjáasala fer einnig fram í Haukadalsskógi  sunnudaginn 19. desember kl. 11.00 -16.00. Ekið er upp Biskupstungnabraut að Geysi, framhjá hótelinu og beygt til vinstri upp með hverasvæðinu að austanverðu. Norður af bílaplani sem þar er liggur malarvegur að Haukadalsskógi og er leiðin inn að kirkju rúmur kílómetri.

Skógræktarfélag Reykjavíkur bíður uppá glæsilega dagskrá á Jólamarkaði sínum við Elliðavatn um helgina. Meðal annars er boðið uppá hestaleigu,  jólasvein,  björgunarhunda, möndluristir og jólatrjáasölu á hlaðinu allan daginn. Sjá nánar á heimasíðu félagsins og auglýsingu.

auglysing

Skógræktarfélög um allt land bjóða fólki að koma í sína skóga til að velja sér jólatré. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Skógræktarfélags Íslands.

Sveinki

Jólasveinninn að aðstoða við val á jólatrjám í Þjórsárdal  ((Mynd: Jóhannes Sigurðsson)