Rás 1 fjallar um skógarmál á alþjólegum degi skóga

Alþjóðlegur dagur skóga er haldinn 21. mars árlega að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Honum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi skóglendis og á hverjum stað velja menn leið að því markmiði. Hér á Íslandi er í dag vakin athygli á að hægt er að breyta auðn í skóg.

Upplýsingar þess efnis má sjá í myndbandi sem tekið hefur verið saman hjá Skógrækt ríkisins

Í tilefni dagsins var rætt við Þröst Eysteinsson sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum í þættinum Sjónmáli á Rás 1. Þröstur greinir meðal annars frá því að aðeins tæp 2% landsins eru skógi vaxin, og þá eru bæði taldir með ræktaðir skógar og náttúrulegur birkiskógur. Sömuleiðis kemur fram að skógarbændur á landinu eru fleiri en kúabændur. 

Sjónmál föstudaginn 21. mars 2014