•                                             Rafrænt dagatal
                                               Skógræktarinnar 2021

                                                                                              Meira

   

Fréttir

14.10.2021
13.10.2021
13.10.2021
11.10.2021
 • Sendu okkur
  HUGMYND

  Lúrir þú á góðri hugmynd um skógræktarverkefni eða eitthvað annað sem snertir vernd skóga og ræktun, afurðir úr skógum, kolefnismál, útivist í skógi, handverk og hönnun eða bara hvað sem er? Finnst þér eitthvað vanta á vef Skógræktarinnar? Fannstu eitthvað sniðugt eða fróðlegt á vefnum sem þú vilt koma á framfæri eða ertu með hugmynd að viðburði í skógi? Láttu okkur vita.

  Hugmyndahnappur

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Í þessu myndbandi hittum við Ólaf Oddsson, skógfræðing og kennslufræðing, í skóginum hans, Ólaskógi, sem er í fallegri hlíð í Kjósinni. Skóginn hefur Ólafur ræktað sjálfur undanfarna áratugi á æskuslóðum sínum og sett þar niður fjölbreyttar tegundir trjáplantna og annars gróðurs. Hann hefur uppskorið ríkulega í auðugu fuglalífi, gróskumiklum botngróðri, skordýralífi og blómgróðri en er líka löngu farinn að nýta timbrið úr skóginum.

Eldiviður er mikilvægur hluti af viðarnytjum. Íslendingar hafa að mestu týnt niður þeirri þekkingu og menningu sem snertir eldivið. Frændur okkar í Skandinavíu halda í þessa menningu en hana þarf að byggja upp á ný á Íslandi. Mikilvægt er að kunna að vinna eldiviðinn rétt, saga í réttar stærðir, kljúfa, þurrka, geyma og líka að kveikja upp. Ekki er sama hvernig neitt af þessu er gert. Með réttum aðferðum fáum við eldivið sem brennur hreinum bruna með litlum reyk og sóti en góðum hita. Til að ná þessu þarf að fara rétt að í öllu ferlinu. Í myndbandinu sýnir Ólafur okkur hvernig best er að bera sig að. Þetta er ekki flókið eða erfitt. En ef rétt er að farið uppskerum við ríkulega og gleðin við að nýta eldiviðinn verður meiri.

Ólafur Oddsson hefur áratuga reynslu af því að kenna ungum sem öldnum hvað eina sem snertir skógrækt, skógarnytjar, útivist í skógi, notkun skóga til fræðslu í skólastarfi og til endurmenntunar almennings og þar mætti lengi telja. Hann hefur unnið um áratuga skeið með skólafólki á öllum skólastigum og talað fyrir því að færa kennsluna út í skóg þar sem eru tækifæri til kennslu í flestum ef ekki öllum kennslugreinum. Útikennsluaðstöðu hefur víða verið komið upp með hjálp og ráðgjöf Ólafs og komið hefur í ljós að útikennsla breikkar mjög möguleika í hvers kyns kennslu. Ekki síst er áberandi að nemendur sem ekki finna sig vel í skólastofunni geta blómstrað og laðað fram hæfileika sína þegar kennslan er færð út undir bert loft. Uppbygging skógarmenningar er Ólafi mjög hugleikin. Hann hefur talað fyrir því að skógarmenning þurfi að byggjast upp samhliða því sem skógarnir okkar vaxa. Við þurfum að kunna að nýta skógana til alls sem þeir geta gefið okkur, ekki aðeins til viðarnytja, sveppa- og berjatínslu heldur einnig til útivistar, lýðheilsu, skemmtunar, fræðslu, slökunar og svo framvegis. Í skóginum er svo margt að finna sem tengist tilverunni, hvernig sem á hana er litið, efnin, eðlisfræðina, lífið, hringrásir lífsins, loftslagið, heilsuna, stærðfræðina, samfélagið, uppsprettur efna í smíðar, matargerð, klæði og svo framvegis. Skógurinn er göldrum líkastur.

Sigurður Jónsson (Siggi Lord) er skógarbóndi í Ásgerði í Hrepphólum, Hrunamannahreppi. Hér segir hann sitthvað af skógræktinni þar síðustu 35 árin. Skóg ræktar hann á um 30 hekturum lands en er annars í repjurækt, kornrækt og túnrækt. Um þessar mundir er hann að fella aspir frá fyrstu árum skógræktar sinnar og hefur látið fletta asparboli í borð og planka. Öspina segir hann vera lifandi og litríkan við sem henti vel í ýmsa smíði, bæði í panil og utanhússklæðningar. Í stað aspanna sem felldar eru ætlar Sigurður að rækta aðrar trjátegundir, meðal annars sitkagreni. Hann talar um að snefilefni vanti í jarðveginn þegar byrjað er á fyrstu lotu. Þessi fyrsta lota sé eiginlega undirbúningur fyrir næstu kynslóð trjáa sem tekur við eftir að sú fyrsta hefur verið felld. Sigurður hefur gert ýmsar tilraunir í skógrækt sinni og prófar ýmsar nýstárlegar aðferðir. Hefur til dæmis útbúið sérstakt rör sem líkist plöntustaf en með miklu sverara röri. Það er ætlað til að taka litlar trjáplöntur upp til að gróðursetja annars staðar. Með áhaldinu er líka hægt að búa til mátulega stóra holu fyrir hnausinn á nýjum stað. Hann gerir tilraun með að nota gras til að hlífa ungum greniplöntum fyrir frostlyftingu og fleira og fleira. En sjón er sögu ríkari.

Stafafura er ekki ágeng tegund og auðvelt er að hafa hemil á sjálfsáningu hennar. Langtímarannsókn á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda bendir ekki til þess að íslenskri náttúru stafi hætta af stafafuru eða öðrum innfluttum trjátegundum. Stafafura er hins vegar mjög góð tegund til að græða upp land og í ljós kemur að birki og stafafura þrífast vel saman.

Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna í langtímarannsókn sem hlaut styrk frá National Geographic stofnuninni í Bandaríkjunum árið 2015. Henni stýrir bandaríski vistfræðingurinn Dennis Riege og síðasta sumar var hann hér við skógmælingar fimm árum eftir að rannsóknin hófst ásamt Christine M. Palmer, dósent við Castleton-háskólann og doktor í líffræði. Hún nýtur Fulbright-styrks til rannsókna á trjávexti á Íslandi. Dennis Riege er prófessor við Maryland-háskóla í Bandaríkjunum.

Sjá meira