• Eyjólfsstaðir í Fossárdal.
  Skógrækt, landgræðsla
  og sauðfjárrækt

  Meira um Eyjólfsstaði

Fréttir

17.10.2018
17.10.2018
16.10.2018
12.10.2018
 • Sögur úr skógrækt

  Góður árangur á Valþjófsstöðum í Núpasveit
  Auk þess að stunda sauðfjárrækt og skógrækt framleiða ábúendur á Valþjófsstöðum sitt eigið rafmagn og eru afkastamikið landgræðslufólk. Þau hafa lagt áherslu á sjálfbærni við allan sinn búskap og ræktun.

  Meira um Valþjófsstaði

  Fleiri sögur úr skógrækt

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Hlynur Gauti Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður Skógræktarinnar, var á staðnum þegar nýja bálskýlið í Laugarvatnsskógi var vígt á fullveldishátíð sem haldin var í skóginum laugardaginn 12. maí. Bálskýlið þykir hafa heppnast mjög vel og væntanlega verða sambærilegar byggingar reistar úr íslensku timbri í fleiri skógum á næstu misserum, til dæmis í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi.

Magnús Þorsteinsson, skógarbóndi í Miðhúsaseli, og Hörður Guðmundsson hafa keypt rússneska stauravél og nota lerkivið sem fæst við grisjun skógarins til að búa til þráðbeina staura.

Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Mógilsá og einn fremsti sérfræðingur í asparræktun á Íslandi, hefur í áratugi rannsakað öspina og unnið að kynbótum hennar. Í Hrosshaga í Biskupstungum er rannsóknarreitur þar sem hann gerir tilraunir og rannsóknir á ösp. Í grófum dráttum má segja að verkefnið sé tvíþætt. Annars vegar er verið að kynbæta öspina til að þola betur asparryð og hins vegar að rækta upp hentuga klóna til timburframleiðslu. Í myndbandinu fer Halldór Sverrisson yfir helstu atriðin í þessu starfi.