• Kort af tjaldsvæðum
  í þjóðskógunum

  Tjaldaðu í skógi

Fréttir

10.07.2020
09.07.2020
09.07.2020
06.07.2020
 • Vinnulag vegna COVID-19

  Skógarþjónusta Skógræktarinnar hefur gefið út viðbragðsáætlun og vinnulag vegna starfa skógræktarráðgjafa og dreifingarstöðva. Annasamur tími er fram undan með verkefnum í vor og sumar. Gróðursetningu verður ekki frestað, né öðrum verkefnum, og því ber okkur öllum að fara að öllu með gát við störf og samskipti.

  Vinnulag vegna plágunnar

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

aprílmánuði 2020 var lerkireitur í Hallormsstaðaskógi gjörfelldur. Slík gjörfelling er ekki algeng enn sem komið er í íslensku skógunum en á eftir að verða algengari á komandi árum. Umræddur reitur á Hallormsstað var um 67 ára gamall. Verulega hafði dregið úr hæðarvexti í reitnum og þótt enn væri nokkur rúmmálsvöxtur var talið hagkvæmast að gjörfella reitinn og gróðursetja í hann á ný.

Eðli lerkis er að vaxa vel fram til 60-70 ára aldurs en þá virðist draga mjög úr vexti og til að afkoma skógarins verði sem mest er talið best að endurnýja hann á þeim aldri og setja í staðinn ný tré með nýjan vaxtarþrótt.Bolirnir voru sagaðir niður í 3,2 metra lengdir að óskum kaupandans. Í myndbandinu má fylgjast með öllu ferlinu, allt frá því að trén eru felld, þau dregin út úr skóginum og ekið á skógarvagni heim í stöð, þar til kaupandinn kemur á sérhönnuðum timburflutningabíl og sækir efnið.

Afganga og grannt efni úr svona gjörfellingu má nýta í kurlvinnslu eða til eldiviðargerðar til dæmis. Gott er líka að eitthvað liggi eftir í skóginum til að fóðra niðurbrotslífverur sem eru hluti af eðilegri hringrás í skóginum.

Myndbandið gerði Anna Jakobsdóttir í samvinnu við Þór Þorfinsson skógarvörð, Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð og starfsfólk þeirra á Hallormsstað.

Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni.

Líffjölbreytni er einkenni skóga. Skógar geyma fjölbreytilegustu vistkerfi jarðarinnar. Skógar eru bústaðir fjölda dýra, plantna og sveppa. Skógar eru ómissandi verðmæti og eitt af mikilvægustu verkefnum mannkyns er að útbreiða skóga á ný.

EUFORGEN, Evrópusamstarf um erfðaauðlindir skóga, gerði árið 2017 myndband um skógræktarstarf á Íslandi og hvernig Íslendingar hafa beitt skógrækt í baráttunni fyrir því að klæða landið á ný öflugum gróðri, meðal annars með því að leita stöðugt að erfðafræðilega best aðlagaða efniviðnum í þeim trjátegundum sem notast er við.