• Kort af tjaldsvæðum
  í þjóðskógunum

  Tjaldaðu í skógi

Fréttir

19.08.2019
15.08.2019
15.08.2019
15.08.2019
 • Sögur úr skógrækt

  Trjárækt í mjög grasgefnu og frjóu landi
  Skógarbændur á Hjalla í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu hafa dreifplantað sitkabastarði og alaskaösp í plöstuð beð og alið upp í næga hæð til að trén megi gróðursetja í mjög grasgefnu landi. Með réttum aðferðum má ná góðum árangri á slíkum svæðum.

  Meira um verkefnið

  Fleiri sögur úr skógrækt

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Fagráðstefna skógræktar 2019 var haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Lofts­lagsmál voru meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan var nú haldin í samstarfi Skóg­ræktarinnar, Land­græðslunnar, Lands­sam­taka skógareigenda, Land­búnaðarháskóla Íslands, Skóg­ræktar­fé­lags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi hélt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfir­skriftinni voru uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Í þessu myndbandi er farið hratt yfir sögu og við fáum hugmynd um innihald ráðstefnunnar með því að sjá nokkrar sekúndur af flestum fyrirlestrum sem fluttir voru á þessari tveggja daga ráðtefnu. Efninu er þjappað saman í einn fjögura mínútna pakka.

Fagráðstefna skógræktar, Hallormsstað 3.-4. apríl 2019 Ágrip úr fyrirlestri. - Kolefnispólitíkin: Lífríki á landi og mannfólkið.

Útdráttur, glærur og fyrirlestur á: https://www.skogur.is/is/rannsoknir/throunarverkefni/radstefnur-og-fundir/fagradstefna-skograektar-2019

Fagráðstefna skógræktar, Hallormsstað 3.-4. apríl 2019 Ágrip úr fyrirlestri. - Kolefnishringrás Íslands.

Grein, glærur og fyrirlestur á: https://www.skogur.is/is/rannsoknir/throunarverkefni/radstefnur-og-fundir/fagradstefna-skograektar-2019