•                                             Rafrænt dagatal
                                               Skógræktarinnar 2021

                                                                                              Meira

   

Fréttir

29.11.2021
29.11.2021
25.11.2021
24.11.2021
 • Sendu okkur
  HUGMYND

  Lúrir þú á góðri hugmynd um skógræktarverkefni eða eitthvað annað sem snertir vernd skóga og ræktun, afurðir úr skógum, kolefnismál, útivist í skógi, handverk og hönnun eða bara hvað sem er? Finnst þér eitthvað vanta á vef Skógræktarinnar? Fannstu eitthvað sniðugt eða fróðlegt á vefnum sem þú vilt koma á framfæri eða ertu með hugmynd að viðburði í skógi? Láttu okkur vita.

  Hugmyndahnappur

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Kalamalka-skógræktarrannsóknastöðin í Vernon er miðstöð trjákynbóta og erfðarannsókna fyrir innlandssvæði Bresku-Kólumbíu. Þar eru stundaðar rannsóknir og kynbætur á risalerki, blágreni, degli, stafafuru og hvítfuru. Íslenskur hópur sem heimsótti stöðina í september 2013 fékk þar góðar móttökur og fræðslu um starfsemina.

Þegar land tekur að hækka í átt að Klettafjöllunum í suðurhluta Bresku-Kólumbíu verða skógarnir öllu gróskumeiri en á láglendi milli fjallgarða, enda öllu meiri úrkoma. Í jöklaþjóðgarðinum Glacier National Park, áður en komið er upp í hæstu fjöll, er að finna gróðurbelti þar sem degli, marþöll og risalífviður eru ríkjandi trjátegundir.

Í lok september 2013, þegar hópur íslensks skógræktarfólks ók yfir Rogers Pass í jöklaþjóðgarðinum og síðan þegar komið var að Moraine Lake og Lake Louise í Banff-þjóðgarðinum í Klettafjöllum Alberta mætti hópnum afar kunnuglegt veður. Hiti var rétt ofan frostmarks, nýr snjór var í fjöllum og hann gekk á með lítilsháttar slydduéljum. Nákvæmlega eins og á norðlenskum heiðum á þessum árstíma.