• Kort af tjaldsvæðum
  í þjóðskógunum

  Tjaldaðu í skógi

Fréttir

03.07.2020
02.07.2020
01.07.2020
01.07.2020
 • Vinnulag vegna COVID-19

  Skógarþjónusta Skógræktarinnar hefur gefið út viðbragðsáætlun og vinnulag vegna starfa skógræktarráðgjafa og dreifingarstöðva. Annasamur tími er fram undan með verkefnum í vor og sumar. Gróðursetningu verður ekki frestað, né öðrum verkefnum, og því ber okkur öllum að fara að öllu með gát við störf og samskipti.

  Vinnulag vegna plágunnar

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni.

Líffjölbreytni er einkenni skóga. Skógar geyma fjölbreytilegustu vistkerfi jarðarinnar. Skógar eru bústaðir fjölda dýra, plantna og sveppa. Skógar eru ómissandi verðmæti og eitt af mikilvægustu verkefnum mannkyns er að útbreiða skóga á ný.

EUFORGEN, Evrópusamstarf um erfðaauðlindir skóga, gerði árið 2017 myndband um skógræktarstarf á Íslandi og hvernig Íslendingar hafa beitt skógrækt í baráttunni fyrir því að klæða landið á ný öflugum gróðri, meðal annars með því að leita stöðugt að erfðafræðilega best aðlagaða efniviðnum í þeim trjátegundum sem notast er við.

Fagráðstefna skógræktar 2019 var haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Lofts­lagsmál voru meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan var nú haldin í samstarfi Skóg­ræktarinnar, Land­græðslunnar, Lands­sam­taka skógareigenda, Land­búnaðarháskóla Íslands, Skóg­ræktar­fé­lags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi hélt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfir­skriftinni voru uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Í þessu myndbandi er farið hratt yfir sögu og við fáum hugmynd um innihald ráðstefnunnar með því að sjá nokkrar sekúndur af flestum fyrirlestrum sem fluttir voru á þessari tveggja daga ráðtefnu. Efninu er þjappað saman í einn fjögura mínútna pakka.