•                                             Rafrænt dagatal
                                               Skógræktarinnar 2022

                                                                                              Meira

Fréttir

14.01.2022
24.01.2022
14.01.2022
13.01.2022
 • Viltu rækta skóg?

  Upplýsingar á skogur.is um skógrækt á lögbýlum
  Markmiðið með skógræktarverkefnum á lög­býlum sem áður voru kölluð lands­hluta­verk­efni í skógrækt er að gefa sem flestum tæki­færi til að taka þátt í fjöl­nytja­þróun og við­haldi byggðar í öllum landshlutum, jafn­framt því að græða og bæta landið fyrir kom­andi kynslóðir.

   

  Meira

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Í landi Skarfaness í Landsveit, skammt frá Heklu og Búrfelli, er uppblásið svæði þar sem áður stóð vöxtulegur birkiskógur um þúsundir ára. Hart var sótt í skóginn eftir eldiviði og á endanum tóku eyðingaröflin völdin og landið breyttist í sandorpna auðn.
Í þessu myndbandi lýsa dr Dennis Riege og dr Aðalsteinn Sigurgeirsson tilraun sem lögð hefur verið út á svæðinu til að afla betri þekkingar á aðferðum við skóggræðslu á slíku landi. Fimm trjátegundir í mismunandi samsetningum eru notaðar auk lúpínu sem bindur nitur í jarðveginum. Skoðað er samspil þessara tegunda eftir því hverjar þeirra eru gróðursettar saman. Sömuleiðis eru skoðað hvernig ná megi sem mestri kolefnisbindingu með skógrækt á svona svæðum. Bráðabirgðaniðurstöður gefa vísbendingar um að tilraunin muni færa okkur betri vitneskju um hvernig ná megi góðum árangri við skógrækt á auðnum sem þessari.

Dr Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, hefur langa reynslu af skóggræðsluverkefnum á íslenskum auðnum þar sem land hefur blásið upp og gróður eyðst. Í þessu myndbandi deilir hann víðtækri þekkingu sinni með námsfólki í heimsókn á Hafnarsand í Ölfusi þar sem land blés upp en er nú tekið að grænka á ný.

Tandrabretti ehf. hefur komið upp verksmiðju á Eskifirði þar sem framleiddar eru viðarperlur (viðarkögglar, „pellets“). Hráefnið er aðallega gömul vörubretti en færst hefur í aukana að nota einnig efni úr ungum lerkiskógum af Héraði. Stefnan er að færa íslensk ungtré enn frekar í not og auk þeirra hentar t.d. að nota í viðarperlur afskurð sem fellur til við framleiðslu girðingastaura. Perlurnar henta einkar vel undir húsdýr, sérstaklega hesta, og sömuleiðis sem orkugjafi s.s. við kyndingu húsa.