• Kort af tjaldsvæðum
  í þjóðskógunum

  Tjaldaðu í skógi

Fréttir

29.09.2020
28.09.2020
25.09.2020
24.09.2020
 • Vinnulag vegna COVID-19

  Skógarþjónusta Skógræktarinnar hefur gefið út viðbragðsáætlun og vinnulag vegna starfa skógræktarráðgjafa og dreifingarstöðva. Annasamur tími er fram undan með verkefnum í vor og sumar. Gróðursetningu verður ekki frestað, né öðrum verkefnum, og því ber okkur öllum að fara að öllu með gát við störf og samskipti.

  Vinnulag vegna plágunnar

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Birkifræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sáningunni getur bein sáning verið auðveld leið til að koma birki í skóglaust land. En hvernig þekkir maður birkifræ og hvenær er það tilbúið svo það megi tína?
Í þessu myndbandi er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar farið er út að safna birkifræi.
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri þjóðskógasviðs hjá Skógræktinni, hefur mikla reynslu af birkirækt á rofnu landi, meðal annars úr stærsta birkiskóggræðsluverkefni á Íslandi, Hekluskógaverkefninu. Ráðleggingar hans eru gott vegarnesti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að útbreiða birkiskóglendi á ný á Íslandi.

@birkiskógur #birkifræ #skograektin

 

Birkifræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sáningunni getur bein sáning verið auðveld leið til að koma birki í skóglaust land. Birki byrjar ungt að mynda fræ og sá sér út af sjálfsdáðum.
Við sáninguna þarf að gæta vel að nokkrum atriðum til að sem mestar líkur verði á árangri. Birkifræ er
orkulítið fræ og verður að geta spírað á yfirborðinu. Því er nauðsynlegt að það komist í set þar sem er nægur raki en ekki of mikil samkeppni frá öðrum gróðri.
Í þessu myndbandi er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar birkifræi er sáð beint í jörð. Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri þjóðskógasviðs hjá Skógræktinni, hefur mikla reynslu af birkirækt á rofnu landi, meðal annars úr stærsta birkiskóggræðsluverkefni á Íslandi, Hekluskógaverkefninu. Ráðleggingar hans eru gott vegarnesti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að útbreiða birkiskóglendi á ný á Íslandi.

@birkiskógur #birkifræ #skógræktin

Á jörðinni Víðifelli í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu býr Álfhildur Jónsdóttir skógarbóndi. Hún hefur langa sögu að segja af skógrækt þar á bæ. Hér gefur hún okkur glefsur af þessari sögu og við finnum eldmóðinn og áhugann sem enn brennur innra með henni. Skógræktarsagan í Víðifelli hófst fyrir miðja síðustu öld þegar amma Álfhildar og afi hófu að gróðursetja tré í garðinum við bæinn. Framan af áttu sumar tegundir nokkuð erfitt uppdráttar, meðal annars vegna snjóþyngsla. Í skógi Álfhildar er að finna falleg hengibirkitré, lífvið, hegg og fleira og fleira en auðvitað líka fallegt Fnjóskadalsbirki, til dæmis tré sem Álfhildur man að Einar Sæmundsen, þáverandi skógarvörður á Vöglum kom með mannhæðarhátt og er nú mikil prýði í skóginum. En sjón er sögu ríkari.