• Skráning á Fagráðstefnu 2019
  er hafin. Smelltu á hnappinn
  til að skrá þig á ráðstefnuna

  Upplýsingar og skráning

  Lesa meira

Fréttir

18.03.2019
18.03.2019
12.03.2019
07.03.2019
 • Sögur úr skógrækt

  Skógrækt og hunangsframleiðsla
  Skipulagðir eru 122 hektarar til skógræktar á Galtalæk í Biskupstungum og gróðursettar hafa verið um 350 þúsund plöntur. Auk skógræktar er þar líka stunduð býflugnarækt og gengur vel.

  Meira um Galtalæk

  Fleiri sögur úr skógrækt

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Bergsveinn Þórsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, fer hér yfir það helsta sem hafa ber í huga við gróðursetningu á bakkaplöntum. Huga þarf að ástandi plantna, þéttleika við gróðursetningu, val á gróðursetningarstað fyrir hverja plöntu, eiginleikum og notkun verkfæra, jarðvinnslu, áburðargjöf og fleiri atriðum.

Bergsveinn Þórsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, fer hér yfir það helsta sem hafa ber í huga við gróðursetningu á bakkaplöntum. Huga þarf að ástandi plantna, þéttleika við gróðursetningu, val á gróðursetningarstað fyrir hverja plöntu, eiginleikum og notkun verkfæra, jarðvinnslu, áburðargjöf og fleiri atriðum. Bergsveinn segir ýtarlegar frá öllum þessum atriðum í lengri útgáfu myndbandsins sem einnig er að finna á rás Skógræktarinnar.

Skógræktin hefur séð um friðun og viðhald Þórsmerkur í 90 ár. Á hverju sumri koma hópar sjálfboðaliða hvaðanæva úr heiminum til að vinna að landbótum og stígamannvirkjum á Þórsmörk og nágrannasvæðum. Óvíða ef nokkurs staðar á Íslandi er staðið betur að slíkum mannvirkjum. Leitast er við að fella þau eftir megni að landslaginu og fela þau eins og hægt er. Notaður er viður úr íslensku þjóðskógunum og mikið er unnið að því að veita rigningar- og leysingavatni í örugga farvegi svo að það rjúfi ekki gróðurþekjuna eða skemmi stígana. Jafnframt er unnið að því að lagfæra rofsár og stöðva vatnsrof eða skemmdir vegna átroðnings utan markaðra gönguleiða. Með friðun Þórsmerkur hefur birki sótt mjög fram og verður ásýnd svæðisins grænni og gróskumeiri með hverju árinu sem líður.