Asparglytta virðist nú vera að breiðast hratt út um landið. Hún herjar á tegundir af víðiætt, þar á …
Asparglytta virðist nú vera að breiðast hratt út um landið. Hún herjar á tegundir af víðiætt, þar á meðal á alaskaösp. Ljósmynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.

Tígulvefari. Ljósmynd: Edda S. OddsdóttirNú er sumarið komið og allt að lifna sem þýðir að skordýr og sjúkdómar á trjám fara að vera meira áberandi.

Líkt og fyrri ár biður starfsfólk Mógilsár, rannsóknasviðs Skógræktarinnar, allan almenning að senda upplýsingar um ástand skóga þar sem farið er um, sérstaklega ef einhver óværa sést á trjánum. Þetta samstarf Mógilsár og almennings í landinu hefur reynst afar vel undanfarin ár og þakkar starfsfólk Mógilsár öllum sem hafa veitt upplýsingar um skaðvalda.

Sérstaklega er fólk nú beðið að hafa augun opin fyrir nýjum pestum. Nýir skaðvaldar eins og til dæmis asparglytta, birkikemba og birkiþéla virðast vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir.

Skaðvaldatafla til útfyllingar

Í skjalinu má finna skaðvaldatöflu sem er ætluð til að fylla inn í þær skemmdir sem þið finnið. Einnig eru útskýringar sem hjálpa til við að fylla út í töfluna (sheet 2) og listi yfir helstu skaðvalda (sheet 3) raðað eftir trjátegundum. Allar upplýsingar og hugleiðingar eru hins vegar velkomnar, burtséð frá því hvort það er á þessu töfluformi eða með öðru móti.

Myndir mega gjarnan fylgja með og geta þær verið mjög gagnlegar til að staðfesta greiningar. Allar myndir eru vistaðar í gagnagrunni þar sem fram kemur hver tók hverja mynd. Gengið út frá því að myndir sem sendar eru megi nota í fyrirlestraglærum (þar sem ljósmyndara er getið) en óskað verður sérstaklega eftir leyfi ef til stendur að nota þær til birtingar, svo sem í Ársrit Skógræktarinnar, ef þannig ber undir. Ef þið viljið ekki myndirnar séu notaðar með þessum hætti, endilega látið vita.

Til aðstoðar við greiningar er gagnlegt að styðjast við upplýsingar á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er líka fróðleg síða um pöddur í náttúrunni sem gott er að skoða til að glöggva sig á hvaða skaðvaldur er á svæðinu. Einnig er vert að benda á skaðvaldavef Skógræktarinnar þar sem fjallað er um þá skaðvalda sem herja á trjátegundir hérlendis.

Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir á Mógilsá.