Nemendur á skógræktar- og umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslanda á Hvanneyri unnu á síðasta hausti tillögur fyrir Landgræðslu ríkisins að auknu útivistar- og kynningargildi Gunnlaugsskógar við Gunnarsholt. Vinnan var hluti af námskeiði í umhverfisskipulagi og skógfræði við LbhÍ.

Gunnlaugsskógur er landgræðsluskógur og skýrt dæmi um hvernig endurheimta má örfokaland og breyta í skóg. Nemendum á námskeiðinu var skipt í hópa og skiluðu hóparnir mismunandi verkefnum og greinargerðum um hvernig auka má útivistar- og kynningargildi svæðisins. Gert er ráð fyrir að Landgræðsla ríkisins geti notað sér þær hugmyndir og tillögur sem hóparnir kynna í verkefnum sínum við frekari þróun Gunnlaugsskógar í átt að kynningarsvæði og útivistarskógi.

Kennari og leiðbeinandi í náminu var Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins.


Verkefni nemenda: