Í þessu myndbandi sem gert er í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 2017 segir Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði, frá sjálfbærri nýtingu trjáviðar til húshitunar. Á Silfrastöðum er viðarkynding sem dregur stórlega úr húshitunarkostnaði heimilisins því ekki er hitaveita á staðnum. Orkan kemur úr heimafengnum viði sem fæst við nauðsynlega grisjun skógarins á Silfrastöðum. Þema alþjóðlegs dags skóga 2017 hjá Sameinuðu þjóðunum er skógur og orka.