Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, ákvað að yfirskrift dagsins árið 2018 skyldi vera „skógar og sjálfbærar borgir“. Ýmis vandi fylgir þeirri þróun að sífellt stærri hluti mannkyns búi í borgum og öðru þéttbýli. Með markvissri notkun trjágróðurs í þéttbýli má draga úr mengun og hávaða, jafna hitasveiflur, stuðla að vatnsvernd, efla útivist, auka umferðaröryggi og fleira og fleira.