Fimmtudagskvöldið 30. júní 2016 héldu skógarbændurnir á Silfrastöðum, Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst, skógargöngu í samvinnu viðFélag skógarbænda á Norðurlandi og Norðurlandsskóga.
Gangan var ein af sex skógargöngum sem efnt var til víðs vegar
um landið í tilefni af því að ný skógræktarstofnun, Skógræktin,
tók til starfa 1. júlí 2016.
Í upphafi göngunnar hélt Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarp, hældi skógarbændunum á Silfrastöðum fyrir metnaðarfullt starf og óskaði nýrri skógaræktarstofnun, Skógræktinni, velfarnaðar.
                                                            Myndataka: Pétur Halldórsson