Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Námskeiðið er öllum opið og henntar öllum sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum.

Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun.

Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.

Kennsla: Frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason og Guðríður Helgadóttir

Tími: Lau, 2.mars kl 10-14:30 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Verð: 12.500kr (Námsgögn, hádegismatur og efni innifalið)

Skráning til 21. feb.

Sækja um: Vefur Endurmenntunar LbhÍ