Grænni skógar II er yfirskrift á námskeiðaröð í skógrækt og er framhald af námskeiðaröðinni Grænni skógar I. Þeir sem hyggja á nám þurfa því að hafa lokið Grænni skógum I.

Miðað er við að námskeiðaröðin taki alls fjórar annir og að þátttakendur ljúki alls 11 námskeiðum á þeim tíma eða að jafnaði 3 námskeiðum á önn.

Fyrsta námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum dagana 2. og 3. febrúar.

Flest námskeiðin eru kennd á föstudegi kl. 16-19 og næsta laugardag kl. 9-16. Tvö námskeiðanna er tvöföld að lengd. Námskeiðin eru byggð upp sem blanda af fyrirlestrum, verklegum æfingum og vettvangsferðum.

Námskeiðaraðir Grænni skóga hafa verið í gangi frá árinu 2001, fyrst undir stjórn Garðyrkjuskóla ríkisins, síðar hjá LbhÍ og nú Garðyrkjuskóla FSu á Reykjum.

Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Land og skóg og Félög skógarbænda um land allt.

  • Skráning: gardyrkjuskolinn@fsu.is, skráningarfrestur er til 15. janúar 2024
  • Verð: Hver önn kostar 94.800 og greiða þarf staðfestingargjald kr. 20.000 við skráningu ( leggja inn á reikn. 0189-266575, kt. 491181-0289 og senda staðfestingu á gardyrkjuskolinn@fsu.is)

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga hjá Garðyrkjuskólanum-FSu, í síma 616 0828 eða í tölvupósti boe@fsu.is