Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi Haukadal 18.-19. mars 2020. Yfirskrift ráðstefnunnar verður „Grænir sprotar og nýsköpun“ enda verða afurða- og markaðsmál skóga þema fyrri dagsins. Þegar hafa mjög áhugaverðir fyrirlestrar verið settir á dagskrána sem kynnt verður von bráðar.

Nánari upplýsingar og skráning

Að Fagráðstefnu skógræktar 2020 standa auk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Skógræktin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands og Skógfræðingafélag Íslands.