Námskeið fyrir fólk sem langar að vinna með náttúruefni, skapa og hanna úr efniviði náttúrunnar. Nemendur prófa sig áfram með ýmsar tækniaðferðir.

Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja eflast í eigin listsköpun. Það hentar því bæði listafólki, hönnunarfólki og handverksfólki sem langar að vinna með náttúruefni en er ekki beint að leita eftir því að kunna blómaskreytingar heldur að geta skapað og hannað úr efnivið náttúrunnar.

Að mestu er kennt úti við þar sem nemendur velja sér stað fyrir listsköpun sína, nota aðallega efnvið náttúrunnar og prófa sig áfram með ýmsar tækniaðferðir. Að lokum verða til innsetningar og útilistaverk hjá hverjum nemanda fyrir sig.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir

Tími: Lau. 12. sept, kl. 10-16 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi

Verð: 19.500 kr. (námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið)

Nánari upplýsingar og skráning