Lerki er ættkvísl sumargrænna barrtrjáa sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales. Fyrrum var lerki kallað lævirkjatré eða jafnvel barrfellir enda ólíkt öðrum barrtrjám sem við þekkjum að því leyti að það fellir barrið á haustin.
Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra skógarþjónustu stofnunarinnar sem ber m.a. ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum. Umsóknarfrestur er til 23. september.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Mosfellsbæ. Í erindi sínu við upphaf fundarins benti skógræktarstjóri á að nú væri útlit fyrir metár í söfnun á trjáfræi. Hann talaði um vaxandi skógrækt og mikilvægi þess að taka ábyrgð í loftslagsmálum. Aðalfundurinn stendur fram á sunnudag.
Þess er vænst að mælingar sem nú fara fram á öndun jarðvegs í ungum og eldri skógum bæti gögn um kolefnisbúskap skóganna og þar með vitneskju um hlutdeild jarðvegsins í kolefnisbindingu íslenskra skóga. Mælingarnar fara fram í bæði birki- og greniskógum.
Matvælaráðherra hefur gefið út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar. Yfirskrift hennar er Land og líf og þar er sett fram landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt með framtíðarsýn til ársins 2031. Aðgerðaáætlunin nær fram til ársins 2026.