Kolefnisbinding á skógræktarsvæðum Landsvirkjunar var ríflega 2.600 tonn af CO2 á síðastliðnu ári. Binding hefur dregist lítillega saman frá síðustu úttekt sem gerð var fimm árum fyrr en spáð er að hún vaxi á ný á næsta ári, einkum í yngri gróðursetningum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem komin er út á vef Landsvirkjunar.
Á degi íslenskrar náttúru í dag, 16. september, verða viðburðir á nokkrum stöðum í skógum landsins. Eftir tæpa viku hefst formlega landsátak um söfnun og sáningu á birkifræi og fólk getur tekið forskot á sæluna í tilefni dagsins og safnað birkifræi sem nú hefur víða náð nægum þroska.
Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.
Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu þetta árið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð verður formlega útnefnt á mánudag.
Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, ræddi um fegurð í þættinum Uppástandi á Rás 1. Þar velti hann meðal annars upp fegurð skóga og ólíkri fegurðarskynjun eftir veðri og vindum, stað og stund, en ræddi líka um deilur fólks um fegurð.