Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóg á Akureyri hefur undanfarna daga sinnt vorverkum í garði Gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri. Fyrir rúmum eitthundrað árum voru í garðinum gróðursett birkitré sem sótt voru í Vaglaskóg. Nú er kominn tími á grisjun og endurnýjun.

Myndin sýnir Brynjar Skúlason og Bergsvein Þórsson í litklæðum feta í fótspor Sigurðar Sigurðarsonar, búnaðarmálastjóra. Birkið var nú sem þá sótt í Vaglaskóg.

Mynd og texti: Hallgrímur Indriðason